top of page
Um Grímu arkitekta

Gríma arkitektar hefur verið starfandi síðan í desember 2015. Stofan var stofnuð á grunni Studio Striks arkitekta sem hóf rekstur árið 2007. 

Eigandi Grímu arkitekta er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt, FAÍ sem hefur starfað sem arkitekt frá 1996.

Hjá Grímu arkitektum höfum við það ávallt að leiðarljósi að hver einasti byggingarstaður er sérstakur, þarfir viðskiptavina eru ólíkar og tilgangur hvers verks mismunandi. Öll verkin okkar endurspegla þessi leiðarljós og því eru þau mjög fjölbreytt og um margt ólík. Engu að síður eiga verkin okkar það sameiginlegt að við nálgumst þau af kostgæfni og alúð. Þau taka ávallt mið af landfræðilegum og sögulegum staðháttum og við vinnum náið með viðskiptavinunum frá upphafi til enda með það að markmiði að uppfylla væntingar þeirra í hvítvetna. Langflest verka okkar eru unnin skv. BIM aðferðafræði, sjálfbærni er órjúfanlegur hluti af hönnun okkar og við þekkjum vel BREEAM umhverfisvottunarkerfið.

 

Við höfum víðtæka reynslu af hönnun alls kyns mannvirkja og gerð skipulagstillagna.

Á sl. 22 árum höfum við m.a. hannað leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, sundlaugar, íþróttahús, hjúkrunarheimili, skrifstofur, verslanir, baðstaði, menningarmiðstöðvar, þjónustumiðstöðvar, fjölbýlishús, sérbýli, hótel, borgarrými, garða og stýrt endurgerð og breytingum á gömlum byggingum, Við höfum séð um gerð skipulagstillagna og tekið þátt í málþingum/ráðstefnum  á Íslandi og erlendis.

Helstu verk í tímaröð

2020                       Holtasmári 1 – innanhússhönnun á tannlæknastofu

2019-2021              Útisvið í Álafosskvos í Mosfellsbæ

2019-2020              Tangabryggja 1 - Fjölbýlishús fyrir Bjarg íbúðafélag í samstarfi við A2F arkitekta

2019-2021              Hvítárbraut 31c í Vaðnesi - frístundahús

2019-2020              Hraunteigur á Mýrum - frístundahús

2019                       Hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði – tillaga í hönnunarsamkeppni            

2018-2019              Borgartún 20 – innanhússhönnun og breytingar

2018-2019              Hvanneyrarbraut 28 á Siglufirði - endurgerð á friðuðu húsi ásamt viðbyggingu

2018-2019              Grettisgata 41 – endurgerð á friðuðu húsi ásamt viðbyggingu

2018-                      Madla Stavanger – verslunar- og þjónustuhús í samstarfi við Tendra (ca. 12.600m2)

2018-                      Árskógar 5-7 – fjölbýlisthús fyrir Búseta (5.400 m2) hönnunarstjórn

2018-                      Bitra – hótel og þjónustumiðstöð (8.500m2)

2018-2019              Lækjarskóli í Hafnarfirði – grunnskóli og íþróttahús (8000m2 )

2018-2019              Grensásvegur 22-26 – breytingar fjölbýlishúsa/skrifstofa í gistiheimili (ca. 1000m2)

2018                       Fjölnota-íþróttahús í Garðabæ – tillaga fyrir alútboð (16.000 m2)

2018                       Landsbankinn – tillaga í boðssamkeppni (15.000 m2)

2018-2019              Heimatún 2 í Fljótshlíð – frístundahús

2018-2019              Bakkabyggð 2 á Ólafsfirði – einbýlishús

2017-2019              Álfhella 4 í Hafnarfirði – atvinnuhúsnæði (2.000m2)

2017-2019              Skógarvegur 16 í Reykjavík  – fjölbýlishús fyrir Búseta (4000m2)               

2017-2019              Sólgarðar í Fljótum – breytingar á gömlu skólahúsi í sveitahótel (400m2)

2016-2020              Vesturgata 30 í Reykjavík. – deiliskipulag, nýjar íbúðir og endurnýjun á friðuðum húsum (800m2)

2016-2019              Furugrund 3 í Kópavogi – breyting á verlsunarhúsi í íbúðir og atvinnuhúsnæði (1.650m2)

2013-2018              Smiðjuholt í Reykjavík  – 204 íbúðir fyrir Búseta (32.000m2)

2016-2019              Álmakór 4 í Kópavogi – einbýlishús

2016-2018              Vesturbrúnir 6 í Grímsnesi – frístundahús

2016-2018              Sæbólsbraut 34 í Kópavogi – einbýlishús

2016                       Göngubrú yfir Arnarnesveg

2013-2016              Laugarnesvegur 56 í Reykjavík – fjölbýlishús fyrir Búseta (430m2)

2012                       Hraunbrekkur 31 Húsafelli – frístundahús

2011-2016              Grjóthólsbraut Grímsnesi – frístundahús

2010-2014              Hulduhlið á Eskifirði – hjúkrunarheimili (1500m2)

2008-2012              Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit – grunnskóli (1.500m2)

2009-2010              Rjúpnabraut í Útlhíð – frístundahús

2008-2015              Spennistöð fyrir OR og Landsnet á Akranesi   

2008                       Þríhnúkagígur – tillögur að aðkomumannvirkjum

2005-2012              Laugarvatn Fontana – gufubað, laugar og þjónustubygging (800m2)

2005-2008              Fjölbrautaskólinn við Ármúla – viðbygging (4.000m2)

2005-2009              Cults Academy, Aberdeen Skotlandi – framhaldsskóli (18.750m2)

2008                       Leikóli við Austurkór í Kópavogi – tillaga í alútboði

2007-2012              Stórakur 1 í Garðabæð - einbýlishús            

2007-2008              Hlíðarás 4 í Hafnarfirði - einbýlishús

2004-2007              Reykjavíkurvegur 74 í Hafnarfirði - skrifstofubygging

2004-2006              Framhaldsskólar í Borders, Skottland  – tillögur í einkaframkvæmdarútboðum

2002-2003              Grunn- og framhaldsskólar í Angus, Skotlandi  tillaga í einkaframkvæmd 

2000-2005              Lækjarskóli í Hafnarfirði – grunnskóli og íþróttahús (8.000m2)

2000-2002              Hörðuvellir – leikskóli í Hafnarfirði

Viðurkenningar

2018         Smiðjuholt – tilnefnt til norrænna verðlauna á sviði Sjálfbærni

2018         Fjölnotaíþróttahús í Garðabæ, alútboð / hæsta hönnunareinkunn

2018         Landsbankinn nýjar höfuðstövar, valin til þátttöku í lokaðri samkeppni í samstarfi við A2F arkitektar og Kreatíva teiknistofa           

2010         Hjúkrunarheimili á Eskifirði / 2. verðlaun – valin til útfærslu

2008         Íþróttahús HK í Fagralundi, alútboð / hæsta hönnunareinkunn

2005         Cults Academy, Aberdeen Skotlandi / 1. verðlaun

2005         FÁ viðbygging í samstarfi við Tendra og Á stofunni arkitektar / 1. verðlaun

2004         Leikskóli og viðbygging við grunnskólann á Laugarvatni / 1. verðlaun

2003         Gufubað við Laugarvatn (Laugarvatn Fontana) / 1. verðlaun

2000         Lækjarskóli, grunnskóli og íþróttahús/sundlaug / 1. verðlaun.

2000         Leikskólinn Hörðurvellir / 1. verðlaun

1998         Barnaspítali Hringsins / athyglisverð tillaga

bottom of page